Færsluflokkur: Bloggar

Veik rök fyrir sjómannaafslætti

Sjómenn bera því gjarnan við að þeir njóti ekki samfélagslegrar þjónustu til jafns við aðra þegna landsins vegna veru sinnar út á sjó þegar rætt er um að fella niður sjómannaafsláttinn. Sjaldan eru þeir krafðir um rök fyrir þessari fullyrðingu sinni enda eru hún eftiráskýring sem tæplega stenst skoðun.

Helstu útgjöld ríkisins eru vegan heilbrigðisþjónustu og menntamála. Ég veit ekki betur en að sjómenn njóti heilbrigðisþjónustu jafnt á við aðra. Að börn þeirra sitji við sama boð og önnur börn þegar kemur að menntun þjóðarinnar. Að stjórnsýslan sé jafnt í þágu þeirra sem annarra og svo lengi mætti telja.

Hvaða samfélagslega þjónusta er það sem sjómenn fara á mis við þegar þeir eru út á sjó og réttlætir sérstaka skattaívilnun? Hvaða samfélagslega þjónusta er það sem aðrar vinnandi stéttir landsins njóta umfram sjómenn á sjó?

Sjómenn svari þessu.


Sunnlenskt heilkenni

Leiðinlegt að Margrét Tryggvadóttir hafi gert einmitt sama axarskaftið of Bjarni bóksali, eins og hún er nú falleg kona og umhyggjusöm.

Nýja heimskreppan og launaveislan mikla

Það besta sem yfirstandandi heimskreppa gæti leit af sér eru endalok launaveislunnar miklu. Svallveislu sem staðið hefur árum saman og hófst fyrir mörgum árum í Bandaríkjunum. Þessir nýju borðsiðir bandarísku forstjóranna voru svo teknir upp handan Atlandsála í Evrópu undir yfirskini alþjóðlegar samkeppni. Það sama gerðist á Íslandi nokkrum árum síðar.

Í Evrópu var veislan í raun léleg stæling á þeirri bandarísku þar sem Evrópumenn voru vanir annars konar borðsiðum. Eitt og annað gleymdist í yfirfærslu nýju siðanna frá Ameríku. Helst vantaði að þeir sem nutu gætu risið undir herlegheitunum. Oft var langur vegur þar frá. En það breytti engu um mikilfengleik veislunnar hvort allt fór í vaskinn eður ei. Show must go on. Matseðillinn var alla jafnan þríréttaður, en stundum fjórréttaður. Fyrst komu himinhá föst laun í forrétt. Því næst bónusar og kaupréttarsamningar í aðalrétt. Í desert var svo vel útilátinn starfslokasamningur. Að lokum var svo sumum boðið í koníaksstofuna. Þar var þeim boðinn ómótstæðilegur eftirlaunasamningur sem endast skildi ævina út, enda ekki leggjandi á þessa menn að spara við sig munaðinn þegar heilsan færi að bresta.

Stjórnir fyrirtækjanna veittu viðurgerninginn ríkulega að eign sögn til að krækja í menn með fáheyrða yfirburði stjórnun og rekstri fyrirtækja. Samkeppnin um fólk væri mikil. Um tíma leit út fyrir að þessar skýringar ætti við rök að styðjast, því afkomutölur sumra fyrirtækja náðu áður óþekktum hæðum. Þó var alltaf eitthvað um menn væru ekki starfi sínu vaxnir. Þegar þeir voru látnir fara, var hinn ríkulegi starfslokasamningur oft eins og verðlaun fyrir öll axarsköftin sem þeir höfðu framið.

Nú þegar ný og alvarleg fjármálakreppa hefur hellst yfir heimsbyggðina hefur komið í ljós að ekki var til raunveruleg innistæða fyrir öllum ofsagróðanum. Tap fjárfestingafyrirtækjanna hefur verið gríðarlegt og nokkur þeirra íslensku standa tæpt. Einhver þeirra hafa orðið að leggja upp laupana. Snilli snillinganna er komin í bakið á þeim.

Nú er sú krafa uppi í Bandaríkjunum að stjórnendur mikilvægra fjármálastofnanna sem standa tæpt verði látnir víkja án allra starfslokasamninga. Ríkið taki stofnanirnar yfir til að koma í veg fyrir algjört hrun markaðarins. Þær verði síðan einkavæddar að nýju þegar holskeflan er gengin yfir og jafnvægi hefur verið komið á.

Sannleikurinn er sá að launaveislan hefur aldrei staðið undir sér. Forsendur hennar eru blekkingar. Enginn hefur slíka yfirburði sem hún gefur til kynna. Hin harða samkeppni um hæfa stjórnendur nær ekki heimálfanna á milli eins og haldið hefur verið fram. Stjórnendur í Evrópu eru almennt ekki samkeppnisfærir á bandaríkjamarkaði og geta því ekki tekið mið af launum þar. Það sama gildir um íslenska stjórnendur og erlenda markaði. Snilli snillinganna er stórlega orðum aukin. Tala ætti fremur um glanna og glannaskap og hafa launin í samræmi við það.


Vilhjálmur hefur fráleitt axlað ábyrgð

Það er einfaldlega fráleitt hjá Viljálmi að hann hafi axlað ábyrgð í REI-málinu. Hann sagði ekki af sér sem borgarstjóri þegar REI-málið kom upp heldur sleit Björn Ingi samstarfinu. Vilhjálmur reyndi hvað hann gat til að kjafta sig út úr málinu, þótt ótrúverðugur væri og ætlaði sér að halda áfram sem borgarstóri hvað sem tautaði og raulaði. Engin ábyrgð öxluð þar heldur var maðurinn einfaldlega settur af þegar meirihlutinn féll. Í öðru lagi axla menn ekki ábyrgð með því að viðurkenna það sem þeir kalla mistök, já eða tæknileg mistök, þegar þeir í raun gerast sekir um alvarleg afglöp í starfi.

Brjóti menn hegningarlög eru þeir látnir sæta ábyrgð, þar dugar játning engan veginn. Þegar stjórnmála menn verða uppvísir að afglöpum og ósannsögli eiga þeir að segja af sér, þar dugar játning um mistök engan veginn.


mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess má geta að hann fékk sambærilega meðferð. . .

hjá Homeland Security og Erla Ósk Arnardóttir Lillien­dahl sem handtekin var á dögunum við komuna til Bandaríkjanna vegan 12 ára gamals brots á dvalarleyfi.
mbl.is Laug hryðjuverkum upp á tengdasoninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað verðmæti er í götumynd sem er forljót?

Óskaplega er mönnum orðið umhugað um svokallað götumynd þegar gömul hús eru annars vegar. Húsin eru ljót og því verður götumyndin ljót.  Ef mönnum er virkilega annt um götumyndir þá ættu þeir að vanda sig þegar nýbyggingar eru annars vegar.  Það hefur verulega skort á að tekið sé tillit til byggðar sem fyrir er þegar nýbyggingar eru reistar og það á mun víðar við en bara í miðbænum.  

Þessi hús þarna á laugaveginum eru ágætis efniviður í næstu áramótabrennu!


mbl.is Meirihlutinn vill ný hús við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, Árni minn...

hvert er þá hlutverk nefndarinnar ef ekki að meta hæfni umsækjanda út frá faglegum forsendum?

Í hverju felast gallarnir í umsögninni?

Getur það verið að dýralæknir hafi meira vit á hæfni umsækjenda til dómarastarfa en löglærðir menn? 


mbl.is Segir dómnefnd hafa misskilið hlutverk sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætt væri nú að vita hvort raunveruleg hætta var á ferðum!

Það vantar algjörlega skýringu við þessa frétt.  

Hvers vegna hætti flugvélin við lendingu á Keflavíkurflugvelli? Út af ókyrrð eða hliðarvindi?

Hver eru hámarkshliðarvindur fyrir slíka vél í lendingu?

Var raunveruleg hætta á verðum í þessu tilviki? 


mbl.is Héldu að þetta væru endalokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snýst þessi aðgerð um að gera einstaklinginn heilbrigðari?

Ég hef aldrei geta skilið hvers vegna heilbrigðisstarfsmenn taka þátt í svona aðgerðum.  Er þetta ekki geðheilbrigðismál frekar en líkamlegt vandamál?  Er ekki bannað með lögum að gera menn kynlausa og jafnvel þá sem óska þess?
mbl.is Keppinautur Þóreyjar Eddu skiptir um kyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eru líka ágætir í þessu hérna heima þó að þeir séu ekki alveg svona grófir.

Íslenski bílasalar eru líka ágætir í því að hafa kaupendur bíla að fíflum með því að verðleggja bílana langt yfir því verði sem eðlilegt getur talist af því að það er svo auðvelt að yfirtaka lánið semá bílnum hvílir. Svo er það líka til fáranlega langs tíma til þess að mánaðargreiðslan sé ekki of há.  Íslendingurinn spyr nefnilega ekki hvað kostar það, heldur hvað kostar það á mánuði.

Spurning er síðan hvort hægt er að kalla þetta svik. 


mbl.is Bandarískur bílasali sveik fé af Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband