Veik rök fyrir sjómannaafslætti

Sjómenn bera því gjarnan við að þeir njóti ekki samfélagslegrar þjónustu til jafns við aðra þegna landsins vegna veru sinnar út á sjó þegar rætt er um að fella niður sjómannaafsláttinn. Sjaldan eru þeir krafðir um rök fyrir þessari fullyrðingu sinni enda eru hún eftiráskýring sem tæplega stenst skoðun.

Helstu útgjöld ríkisins eru vegan heilbrigðisþjónustu og menntamála. Ég veit ekki betur en að sjómenn njóti heilbrigðisþjónustu jafnt á við aðra. Að börn þeirra sitji við sama boð og önnur börn þegar kemur að menntun þjóðarinnar. Að stjórnsýslan sé jafnt í þágu þeirra sem annarra og svo lengi mætti telja.

Hvaða samfélagslega þjónusta er það sem sjómenn fara á mis við þegar þeir eru út á sjó og réttlætir sérstaka skattaívilnun? Hvaða samfélagslega þjónusta er það sem aðrar vinnandi stéttir landsins njóta umfram sjómenn á sjó?

Sjómenn svari þessu.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Ég held að þú hljótir að vita það ef þú þekkir til sjómennsku eða almennar vinnu almennt.

Rauða Ljónið, 4.9.2009 kl. 19:58

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Nei, veit það ekki. Veistu hvaða þjónusta þetta er? Þú ættir þá ekki að vera í vandræðum með að svara því.

Helgi Viðar Hilmarsson, 4.9.2009 kl. 20:11

3 identicon

 Þær forsendur sem sjómannafslátturinn var byggður á  eru löngu brostnar. Í dag  segir skipstjóri sem kjörinn var á þing  að hann hafi lækkað í launum um helming. Í dag er  líka birt frétt um smábát þar sem hásetahluturinn í ágúst var þrjár milljónir.  Að veita sérstakan  skattafslátt í slíkum tilvikum er  auðvitað út úr kú þegar á  sama  tíma  er  verið að skerða laun annarra.

Eiður (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 20:20

4 identicon

Það er bæði ljúft og skylt að svara þínum spurningum. Ég er ekki sjómaður að ativnnu, en hef þó starfað við þessa grein af og til.

Hluti þeirrar samfélagslegu þjónustu sem sjómenn fara á mis við aðrar stéttir eru t.d. heilbrigðisþjónusta. Ólíkt nágrannalöndum s.s. í Noregi, þar sem sjómenn þar í landi eiga mun auðveldara með aðgengi að læknum og annarri heilbrigðisþjónustu en kollegar þeirra á Íslandi. Það eitt réttlætir launauppbót eða bónus. Lífeyrissjóður sjómanna hefur t.d. þurft að skerða æ ofan í æ þar sem sjómenn eru líklegri til að lenda í slysum og örorku en aðrar stéttir. Þetta hefur sem betur fer verið að færast til betri vega undanfarið.

Aðgengi sjómanna að ýmis konar þjónsut ríkisins er mun stopulli en hjá öðrum stéttum í þjóðfélaginu. Sýslumaðurinn er opinn milli kl. 09-15:30 mán-fös. Sjómenn vinna ekki hefðbundinn vinnudag. Eiga oft erfitt með að rækja erindi s.s. að heimsækja opinberar stofnanir sem eru aðeins opnar á skrifstofutíma. Þar af leiðandi þurfa sjómenn oft að taka sér frí frá vinnu umfram það sem tíðkast til að rækja þessi störf, tala ekki um að komast í banka og slíkt. Öll þjónusta ríkisstofnana er miðuð við stimpilklukkuna, en ekki hversu vel fiskist úti á miðunum. samt lifum við á því sem sjómenn draga úr hafinu, en ekki því sem kemur út úr stimpilklukkum fyrirtækjanna.

Aðrar stéttir sem vinna t.d. við vaktavinnu fá svo kallað vaktaálag fyrir sína vinnu. Sjómenn vinna óreglulegan vinnutíma. Fyrir það er ekki greitt sérstakt vaktaálag. Sjálfsagt væru sjómenn tilbúnir að fella niður þennan afslátt og láta vaktaálag sem nemur sömu upphæð koma á móti. Það myndi koma á sama stað fyrir alla, og þú líklega sofa betur?

Þessi hugmynd sjóarans síkáta á alþingi um að útgerðarmenn taki að sér greiðslu sjómannaafsláttar, sýnir hversu grunnt þekking Björgvins Vals ristir á undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar, jafnvel þó hann vinni sjálfur við sjómennsku. Stór hluti sjómanna eru einyrkjar. Þeir borga sjálfum sér laun. Ef sjómannaafsslátturinn yrði færður af skattkerfi og yfir á útgerðina, væri verið að rýra þeirra kjör. Ekki vill þingmaður VG að smáiðnaðurinn í landinu verði skertur sérstaklega? Það er vaktaálag í gangi í álverum, en VG vilja afnema fríðindi sem einyrkjarnir í sjómennsku hafa haft fram til dagsins í dag. Eitthvað eru VG menn að tala gegn eigin stefnuskrá?

Fleiri röksemdir er hægt að færa fyrir þessum tæpa milljarði sem er greiddur út í sjómannaafslátt. Læt staðar numið hér. Vil þó geta þess að rétt er að skoða allar leiðir til að afla ríkinu meiri tekna. Það mætti t.d. hugsa sér að sala á veiðileyfum í laxveiðiár sé ekki lengur undanþegið virðisaukaskatti. Það er eitt og annað sem væri hægt að tína til og flokkast undir bruðl og óþarfa, áður en ráðist verður á kjör verkalýðsins í landinu. Það var jú stefna þessarar ríkisstjórnar að mynda skjaldborg um fólkið og heimilin í landinu. Líklega falla sjómenn inn í þann flokk að vera hluti fólksins í landinu, ennþá amk.?

joi (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 20:36

5 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Takk fyrir þetta Jói.

Eina röksemdin sem ég sé fyrir sjómannaafslætti er áhættan sem fylgir því að vinna út á sjó, en hún er almennt meiri hjá sjómönnum en öðrum vinnandi stéttum. Önnur rök finnst mér léttvægt og geta átt við um ýmsa aðra en sjómenn.

Helgi Viðar Hilmarsson, 4.9.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband