Jæja, Árni minn...

hvert er þá hlutverk nefndarinnar ef ekki að meta hæfni umsækjanda út frá faglegum forsendum?

Í hverju felast gallarnir í umsögninni?

Getur það verið að dýralæknir hafi meira vit á hæfni umsækjenda til dómarastarfa en löglærðir menn? 


mbl.is Segir dómnefnd hafa misskilið hlutverk sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Mat nefndarinnar er ekki bindandi og skipunarvaldið er hjá ráðherra. Já og það er Herra dýralæknir, mundu það!

Magnús V. Skúlason, 10.1.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hlutverk nefndarinnar er auðvitað að samþykkja  athugasemdalaust allt sem ráðherra segir. Ráðherra skilur hins vegar hlutverk sitt, en það er að vera góður strákur og gera það sem Davíð segir.

Elías Halldór Ágústsson, 10.1.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að Árni M. sé bráðgreindur strákur. Þessi vinnubrögð sýna að uppeldi í pólitísku andrúmslofti íhaldsins er ekki vænlegt til þroska fyrir unga menn.

Mér er hlýtt til Árna og líður aldrei vel þegar ég sé hann gera sig að flóni.

Pólitísku siðferði hefur hrakað skelfilega hér á landi á undanförnum árum. Að hluta til hygg ég að orsakanna sé að leita í þeim skelfilega valdhroka sem þróaðist hratt á valdatíð Davíðs Oddssonar.

Árni Gunnarsson, 10.1.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband