Endurskoða þarf stigagjöfina í Formúlu 1

Nú þegar staðan í stigakeppni ökuþór er skoðuð kemur í ljós að Lewis Hamilton hefur 18 stiga forskot á Kimi Räikkönnen þrátt fyrir að sigrarnir séu 2 á móti 3. Þó svo að Kimi ynni öll þau 8 mót sem eftir eru, dygði það honum ekki til sigurs í stigakeppni ökuþóra ef Lewis næði jafnan öðru sætinu. Staðan liti þá svona út: Lewis Hamilton 134 stig og 2 sigrar, Kimi Räikönnen 132 stig og 11 sigrar. Þetta sýnir hve erfitt það er fyrir ökuþóra að vinna upp forskot keppinauts í toppbaráttunni ef bilanir í bíl hafa sett strik í reikninginn. 1 bilun í bíl getur kostað ökuþór 10 stig og 5 sigra getur þurft til að vinna það upp ef keppnin er hörð. Ef 1. sæti skilaði 4 stigum umfram 2. sætið eins og áður var, væri munurinn á þeim félögum 16 stig og í versta falli þyrfti 4 sigra til að vinna það upp. Fyrst og fremst eru það bílavandræði keppinautanna sem hafa skilað Lewis þessu mikla forskoti, en ekki eigin yfirburðir. Fernando Alonso sagðist hafa verið mjög heppinn í fyrra að vinna heimsmeistaratitilinn, en mótorbilun hjá Michael Schumacher tryggði honum titilinn þegar allt útlit var fyrir að hann myndi ganga honum úr greipum. Spurning er hvort ökuþórar vilji vinna heimsmeistaratitilinn á þeim forsendum. Ef ekki, þá ætti að sigur í móti að skila meira forskoti í stigakeppninni en það gerir í dag, þannig að yfirgnæfandi líkur verði á að sá ökuþór sem oftast sigrar í mótaröðinni verði heimsmeistari.

David Coulthard lét þau orð eitt sinn falla að flestar þær breytingar á reglum í Formúlunni sem gerðar hafa verið hin síðari ár, hafi virkað hamlandi á ökumenn og sérstaklega þá bestu. Þar er ég alveg sammála honum.



mbl.is Räikkönen hafði betur í taktískri rimmu við Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég lít nú svo á að sá sem er bestur og vinnur flest stig hvort sem það er með því að vera alltaf í stigasæti eða að hreinlega að sigra, eigi það skilið að verða meistari. Það sitja allir við sama borð og byrja með 0 stig. Auðvitað spilar heppnin þarna inn í eins og í öllum keppnum.

Gísli Sigurðsson, 8.7.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband