Berlínarblogg númer fimm - Knut og hans venner.

KnuturÍ dag er rigningardagur, en í gær var sól og heitt.  Vitandi að þetta yrði svona ákvað ég gær að fara í dýragarðinn í Vestur-Berlín og sjá ísbjarnarhúninn Knút.  Ég giska á að hitinn hafi verið um 30° þegar ég var í dýragarðinum og það hafði sýn áhrif á dýrin.  Heimskautaúlfurinn til dæmis lá afvelta í fleti sínu, algjörlega út úr heiminum og engu líkar en hann væri með sótthita.  Stóru kattardýrin voru öll rænulaus eins og þeirra er háttur mestan hluta sólarhringsins, ég tala nú ekki um þegar heitt er í veðri.  Knútur var líka hið mesta letiblóð og lá á meltunni í svefnmóki.  Í þriðju heimsókn minni til hans hafði hann rankað við sér og virti fyrir sér áhorfendur í hinum mestu makindum, strauk sér svo í framan með hrammnum eins og syfjaður krakki, velti sér á hina hliðina og hélt svo áfram að sofa.  Kútur hefur mikið aðdráttarafl í dýragarðinum og fengi hann tekjurnar af öllum þessum heimsóknum sjálfur gæti ég tekið undir með hinum þýsku sem segja: "Knut tut gut." sem útleggst á okkar ylhýra: Knútur gerið það gott.

 

Aparnir voru heldur ekki í neinu stuði í að skemmta mér og hafði ég áhyggjur á geðheilsu sumra þeirra, því engu líkara var ein þeir væru að kafna úr þunglyndi.  Ein górillan pissaði þó fyrir mig meðan hún japlaði á einhverju moði sem segja má að hafi verði það eina sem var í boði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband