Feministum boðið upp í dans

 

Undanfarið hef ég fylgst með bloggsíðum nokkurra femínista hér á moggablogginu og oft er umræðan þar býsna fjörug en misjafnlega málefnaleg.  Þar sem ég er ekki vel lesinn í kvenna- og kynjafræðum langar mig að setja fram 10 spurningar um femínisma/jafnréttismál og vonast ég til að femínistar láti ekki á sér standa því ég efast ekki um að þeir hafi svör á reiðum höndum. 

Athugasemdakerfið er öllum opið. 

  • 1. Er feðraveldi til staðar á Íslandi og hver eru áhrif þess í íslensku samfélagi?
  • 2. Er femínismi kvennaréttindabarátta eða jafnréttisbarátta?
  • 3. Af hverju er eðlilegt að beita femínísku sjónarhorni til að skoða stöðu kynjanna í kynjafræði? Sjá vef háskólans http://www.felags.hi.is/page/kynjafraedi
  • 4. Að hve miklu leiti er kynjaslagsíðan í stjórnmálum á ábyrgð kvenna annars vegar og karla hinsvegar?
  • 5. Á hvaða sviðum þjóðfélagsins er æskilegt að kynjahlutfallið sé jafnt?
  • 6. Hver er helsta ástæða launamunar kynjanna?
  • 7. Er lagasetning besta leiðin til að koma á jafnrétti kynjanna?
  • 8. Hvernig skilja femínistar hugtökin erotik og pornography - eru skýr skil þar á milli?
  • 9. Að hve miklu leiti er vændi á ábyrgð seljanda versus kaupanda?
  • 10. Hvernig má bæta réttarstöðu kvenna í nauðgunarmálum?

 

 Svarendum er að sjálfsögðu í sjálfsvald sett hve mörgum spurningum þeir svara og gott væri ef þeir myndu setja númer spurningar fyrir framan svar sitt til glöggvunar fyrir lesendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband