Sunnlenskt heilkenni

Leiðinlegt að Margrét Tryggvadóttir hafi gert einmitt sama axarskaftið of Bjarni bóksali, eins og hún er nú falleg kona og umhyggjusöm.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Helgi: það er sjónarmunur á að semja bréf eða að áframsenda, Bjarni áframsendi bréf sem honum barst, Margrét samdi bréfið sem hún svo sendi, hvort tveggja klaufalegt, en ekki líku saman að jafna.

Magnús Jónsson, 23.8.2009 kl. 12:13

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Í báðum tilfellum eru bréfin til vitnis um átök einstaklinga innan sama flokks og ætluðust því höfundar þeirra að þau færu leynt. Klaufaskapur sendendanna kemur svo upp óheiðarleg vinnubrögð þeirra í pólitík og bæði eru þau svo þingmenn sunnlendinga. Þetta er nú það sem þessi mál eiga sameiginlegt.

Bjarni ætlaði að gerast nafnlaus uppljóstrari bréfs þar sem deilt er á Valgerði, en Margrét ætlaði að vega leynt að Þráni með sínu bréfi, þó ekki hafi hún fengist til að viðurkenna það. Í báðum tilfellum reyndu þau að koma höggi á samflokksmenn, en fengu það svo bæði í bakið.

Helgi Viðar Hilmarsson, 23.8.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband