Grendarkynnig í mýflugumynd

Nú um þessar mundir er verið að reisa þá hæstu byggingu sem byggð hefur verið á Íslandi til þessa við Smáratorg.  Þessi bygging á að verða 20 hæðir eftir því sem ég best veit.  Þar að auki eru framkvæmdir að hefjast við annað háhýsi í næsta nágrenni eða við Smáralindina, en það á að verða 15 hæðir.  Í framhaldi má geta þess að hæstu fjölbýlishús í hverfinu eru 13 hæðir.  Nú vill svo til að ég er íbúi í hverfinu og þær upplýsingar sem Kópavogsbær hefur látið mér í té varðandi þessar framkvæmir var lítill grænn miði á einhverju óljósu stofnanamáli.  Ég gerði ráð fyrir að þarna væri verið að vísa til byggingarinnar við Smáratorg sem ég hafði heyrt um.  Þar sem hún átti upphaflega að vera 14 hæðir, þá sá ég ekki ástæðu til að gera athugasemdir.  Síðan les ég þó nokkru seinna í Fréttablaðinu að samþykkt hafi verið af bæjaryfirvöldum að reisa 15 hæða háhýsi við norðvestur enda Smáralindarinnar.  Þegar ég spurði íbúa hér í húsinu hvort þeir hefðu heyrt um þessa byggingu þá kannaðist kona hér í húsinu við að hangið hafi bréf um þetta fyrir einhverjum mánuðum á töflu sem staðsett er á fyrstu hæð hússins. Þessar byggingar vöktu nokkra athygli fjölmiðlamanna vegna hæðar sinnar og þegar Gunnar Birgirsson var inntur eftir viðbrögðum íbúa í hverfisins, þá var svarið að engar athugasemdir hefðu borist.  Í því tilfelli var sennilega aðeins um Smáratorgsbygginguna að ræða. Ég hef síðan heyrt um mótmælum frá tveimur aðilum úr hverfinu vegna Smáralindarbyggingarinnar. Ljóst má vera af framansögðu að svokölluð grendarkynnig vegna þessara bygginga hefur verið í algjörri mýflugumynd og sjálfsagt hefur verið sá háttur verið hafður á til þess að vekja sem minnst viðbrögð meðal íbúanna.   Ég leyfi mér að efast um að þessar bygginar hefðu verið samþykktar í þessari hæð af íbúum hverfisins hefði eðlilega verið staðið að grendarkynningunni og fólk raunverulega vitað hvað stæði til. Ljóst er að skyldur sveitarfélagsins við íbúana í þessum efnum eru ekki miklar og sama má segja um rétt íbúanna til áhrifa.  Þessu þarf að breyta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband