17.6.2007 | 09:52
Berlínarblogg númer þrjú
Ég kíkti nú fyrir stundu inn á bloggið hans Egils Helgasonar, en hann byrjaði að skrifa hér á Moggabloggið eftir að hafa verið hent út af Vísisblogginu. í fyrstu eiginlegu færslunni talaði hann um að hann myndi lítið hafa sig í frammi hér á Moggablogginu og ekki sækjast eftir því að komast ofarlega á vinsældalistann. Annað hefur nú komið á daginn og er Egill nú í öðru sæti á vinsældalistanum og hefur skrifað margar færslur á dag undanfarna daga meðan hann hefur dvalið hér í Berlín. Mér finnst það hið besta mál enda kann Egill frá mörgu skemmtilegu að segja.
Þriðja Berlínarbloggið mitt er viðleitni mín til að veita honum smá samkeppni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.