11.2.2008 | 15:52
Vilhjálmur hefur fráleitt axlað ábyrgð
Það er einfaldlega fráleitt hjá Viljálmi að hann hafi axlað ábyrgð í REI-málinu. Hann sagði ekki af sér sem borgarstjóri þegar REI-málið kom upp heldur sleit Björn Ingi samstarfinu. Vilhjálmur reyndi hvað hann gat til að kjafta sig út úr málinu, þótt ótrúverðugur væri og ætlaði sér að halda áfram sem borgarstóri hvað sem tautaði og raulaði. Engin ábyrgð öxluð þar heldur var maðurinn einfaldlega settur af þegar meirihlutinn féll. Í öðru lagi axla menn ekki ábyrgð með því að viðurkenna það sem þeir kalla mistök, já eða tæknileg mistök, þegar þeir í raun gerast sekir um alvarleg afglöp í starfi.
Brjóti menn hegningarlög eru þeir látnir sæta ábyrgð, þar dugar játning engan veginn. Þegar stjórnmála menn verða uppvísir að afglöpum og ósannsögli eiga þeir að segja af sér, þar dugar játning um mistök engan veginn.
Brjóti menn hegningarlög eru þeir látnir sæta ábyrgð, þar dugar játning engan veginn. Þegar stjórnmála menn verða uppvísir að afglöpum og ósannsögli eiga þeir að segja af sér, þar dugar játning um mistök engan veginn.
Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.